VERKSAMNINGUR

Að mörgu að hyggja
Þegar ráðist er í byggingaframkvæmdir þarf verkkaupi að huga að mörgum þáttum. Eitt af því sem skiptir máli er að gera sér grein fyrir því hvort meistarinn sem ráðinn er til verksins sé í meistarafélagi. Slík félög veita ákveðið aðhald sem getur komið sér vel fyrir báða aðila, t.d. ef upp kemur ágreiningur um verkið og óska þarf mats þriðja aðila.

Mikilvægi verksamninga og verklýsinga
Verksamningur á skilyrðislaust að vera gerður fyrir öll verk þar sem fram koma helstu upplýsingar um framkvæmdina, hvaða gögn séu hluti af samningnum, hvaða ábyrgðir þurfa að liggja fyrir, hvernig tryggingum skuli háttað, hvaða fyrirkomulag skuli viðhaft varðandi greiðslur fyrir verkið og hver skuli útvega efni, áhöld og tæki sem þarf til verksins. Þá skal í slíkum samningi einnig gera grein fyrir skipulagi við verkið, verklokum og fleiru eftir atvikum hverju sinni.

Eyðublað

Í samningsdrögunum hér að neðan eru dregin fram helstu þættir verksamnings og geta samningsaðilar síðan fyllt inn í samningseyðublaðið.